Algengar spurningar um CBD
Hvað er CBD og hvernig virkar það ?
CBD er einn af yfir 130 kannabínóðum sem finnast í hamp plöntunni. CBD er unnið úr blómum og laufum hampsins. CBD hefur verið notað í meðferðar og lækningaskyni með góðum árangri langt aftur í mannkynsögunni.
Er CBD vímugjafi ?
Stutta svarið er einfaldlega nei. Ekki er hægt að fara í vímu af cbd. Í CBD vörum sem innihalda Full Spectrum olíu eða vandaða Broad Spectrum er THC í litlu magni. THC er vímugjafi en ekki í því magni sem hér um ræðir. Besta virknin á CBD vörum fæst þegar þær innihalda alla kannabínóða.
Hvernig nota ég CBD ?
Víðast hvar í heiminum er cbd olía notuð sem fæðubót og þá til inntöku. Oftast þá settir dropar undir tungu 2x á dag. Kremin eru borin á eftir þörfum eins og önnur hefbundin krem. Á það jafnt við um vöðva&liðkrem sem notað er við bólgum og verkjum sem og um húðkrem sem meðal annars hafa nýst vel gegn psoriasis, exzem, þurri húð, frostbiti, bólumyndun ofl. Á Íslandi eru allar cbd vörur seldar og vottaðar sem snyrtivörur.
Er CBD Löglegt á Íslandi ?
Já, allar okkar vörur eru löglegar til sölu og dreifingar á Íslandi. Við erum þó þeim takmörkunum háð að allar okkar vörur verða að vera og eru vottaðar og skráðar sem snyrtivörur.